Brix er fyrirtæki í framleiðslu og innflutningi á léttstáls einingahúsum. Húsin eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Vandað er til verka og koma húsin á því byggingarstigi sem kaupandi óskar eftir.
Brix getur séð um alla teikningavinnu sé þess óskað og við leggjum áherslu á að vandað sé til verka varðandi hönnunarvinnu með að markmiði að byggja falleg hús og hagkvæm.
Brix er með mikla reynslu í byggingariðnaðinum og er rekið með áherslu á hagkvæmni og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Brix býður vörur sem standast íslenskt veðurfar, uppfylla ströngustu byggingastaðla og gæðakröfur fagaðila jafnt og kaupenda.
“Brixhouses” er upplifun í íbúðahúsnæði, stílhrein, hagkvæm og falleg hús sem eru aðlöguð að óskum viðskiptavina. Við vinnum fyrir þig og með þér.